Um okkur

Hágæðabón ehf var stofnað þann 5. júní 2007 og voru þá aðeins tveir starfsmenn starfandi. Síðan þá hefur fyrirtækið verið að þróa sig áfram í bílaþrifum, mössun, ceramic, öllu sem snýr að bílum að innan sem utan : djúphreinsun, leðurhreinsun og margt fleira.

Við notum einongis hágæða efni frá Gtechniq og Infinity,

Starfsemin hefur verið á sama stað og frá upphafi, Viðarhöfða 2, með innakstur Stórhöfða megin. Hágæðabón ehf hefur þjónustað flest önnur fyrirtæki hér í kring og að auki bílasölur, margir viðskiptavinir okkar hafa verið hjá okkur frá upphafi til dagsins í dag

Við hjá Hágæðabón leggjum ríka áherslu á að nota bestu vörur ásamt nýjustu tækni. Starfmenn fara reglulega á námskeið til að læra nýjar aðferð við að viðhalda og laga útlit á bílum.

Námskeið og skirteini

Afhverju að þrífa bílinn?

Að kaupa bíl er fjárfesting, óhreinindi skaða bílinn. þá er mikilvægt að þú spáir í þetta.

Flestir sérfræðingar mæla með að þvo bílinn á tveggja vikna fresti eða svo yfir árið sem er almennt regla. Ef þú býrð á svæði með miklu salti frá nærliggjandi sjó eða þegar saltað er á götum Reykjavíkur um vetur – ættir þú líklega að þvo bílinn meira, þar sem salt getur valdið ryði, salt frá vegum er verst.

Óhreinindi á bílnum geta leitt til rispna.

Þú vilt ekki keyra bíl, ef gluggarnir eru skítugir ? Þú vilt gott útsýni yfir veginn, þegar þú ert að keyra.

Bóna þarf bílinn 3 sinnum á ári til að viðhalda lakkinu. Verðgildi bílsins er helst betur með hreinum bíl.

Hágæðabón ehf – 551107-0940 – Viðarhöfða 2b Stórhöfða megin -517-9005 – bon@bonarinn.is

Kennitala: 551107-0940

VSK Nr. 96668